Íslenskan er hafsjór
Til hamingju með dag íslenskrar tungu
Íslenskan hefur frá fyrstu tíð verið kraftmikið og blæbrigðaríkt tungumál. Í aldanna rás hefur tungan svo auðgast eftir því sem nýjar hugmyndir og samfélagsbreytingar kalla á ný orð og skapandi nýyrðasmiðir bregðast við. Þannig stækkar landhelgi íslenskunnar ár frá ári.
Við fögnum því að eiga tungumál sem spriklar af lífi um leið og það stendur traust á gömlum merg. Eru orðin sem þú grípur til splunkuný eða þúsund ára gömul? Svarið gæti komið þér á óvart.
Miðað er við elstu heimildir í íslensku ritmáli. Stuðst er m.a. við ritmálssafn Árnastofnunar og markaða málheild íslenskra fornrita.
Kafaðu í málið!
Fornmál
Fornnorrænn orðaforði. Þessi orð eru talin vera þau elstu í íslenskri tungu.
Orðabanki
Finndu orðið!
Orðin sem við notum frá degi til dags eiga sér margvíslegan uppruna. Sum eru síðan í fyrra, önnur eru mörg hundruð ára gömul. Viltu tékka á tilfinningu þinni fyrir málsögunni? Hefurðu metnað í keppni? Er metnaður nýyrði? En meistari? Hér má bæði giska og læra. Góða skemmtun.